Fyrirtækjaþjónusta

 

Við bjóðum upp á ljúffeng salöt og súpur sem henta vel fyrir fyrirtæki og hópa við margvísleg tækifæri. Salötin eru framreidd í einstaklingsskálum sem henta vel fyrir fólk á hlaupum. 

Fyrirtækjaþjónusta Local er í boði þegar pantað er fyrir 10 manns eða fleiri. Boðið er upp á fría sendingu í póstnúmer 101, 103, 104, 105, 107, 108, 109 og 111  í Reykjavík og 200, 201 og 203 í Kópavogi í hádeginu á virkum dögum. 

Þú pantar hjá fyrirtækjaþjónustu Local með því að senda okkur tölvupóst á pantanir@localsalad.is. Hádegispantanir á virkum dögum þurfa að berast okkur fyrir kl 9:30 sama dag ef óskað er eftir afhendingu fyrir kl 12:00. Pantanir á súpu þurfum við að fá inn fyrir kl 16:00 daginn áður (á föstudögum ef pantað er fyrir mánudag).